Rightlux fyrirtækið

Hágæða lausnir í LED lýsingu

Hver við erum

Allar götur síðan árið 2007 hefur Rightlux fyrirtækið verið með það að meginmarkmiði að vinna að framleiðslu hágæða LED flóðljósa.
 
Meðal þeirra sem vinna að verkefnunum fyrir fyrirtækið eru meira en 10 prófessorar og doktorar sem hafa sérhæfingu á þessu sviði. Í þróunarferlinu höfum við sótt um og fengið einkaleyfi á yfir 100 sviðum til að tryggja okkur sérstöðu á þessum ört vaxandi markaði.
 
Við bjóðum fleira en áreiðanleg hágæða LED flóðljós fyrir okkar viðskiptavini. Við bjóðum einnig upp á tækniráðgjöf og lýsingarútreikninga. Þetta er gert með hátæknilegum hugbúnaði sem reiknar út hámarksnýtingu hvers ljósgeisla. 

Öll framleiðsla fer eftir stöðlum ISO-9001 gæðakerfisins og eru UL, TUV, CE, SAA, vottuð.